Sólbakki

Á Sólbakka dvelja 16 börn sem eru eins árs og tveggja ára. Á deildinni er lögð áhersla á að öllum líði vel og að það sé gaman. Við æfum samskipti, borðsiði og hreinlætisvenjur. Hópastarf fer fram fyrir hádegi og er þá unnið með stærðfræði, könnunarleikinn o.fl.. Á deildinni er unnið með stærðfræðina á þann hátt að tengja hana líkamanum og ýta undir að börnin sjái stærðfræðina í umhverfinu. Unnið er með tölustafina frá 1-5 og formin hringur, þríhyrningur og ferningur. Í daglegu starfi og í hópastarfi er boðið upp á listsköpun þar sem lögð er áhersla á að börnin kynnist ýmsum efnivið og fái tækifæri til að skapa og uppgötva töfrandi heim listarinnar. Lögð er áhersla á að gefa frjálsa leiknum góðan tíma. Að öllu jöfnu er farið út tvisvar sinnum á dag, fyrir hádegi og aftur seinnipartinn.

Deildarstjóri er Dadda Árný Eiðsdóttir