Hagnýtar upplýsingar

Afmæli / Birthdays

afmaeliAfmælisbörn fá að velja sér sérstaka diska og glös fyrir matar- og kaffitíma dagsins.  Þetta eru diskar/glös með myndum af ýmsum þekktum teiknimyndapersónum.  Börnin fá einnig kórónu sem þau skreyta sjálf og afmælissöngurinn er sunginn og þeim gert örlítið hærra undir höfði þennan dag.  Ekki er gert ráð fyrir að börnin komi með veitingar.
Ekki er ætlast til þess að boðskort í afmælisveislur séu sett í fatahólf barnanna.  Það skapar óþarfa leiðindi hjá börnunum.  Hægt er að fá símanúmer barnanna á deildinni.

At birthdays the child gets to choose a special plate and glas for their meals that day. They also get a crown they decorate themselves, they get a birthday song and a little bit special treatment that day. It´s not expected for the child to bring cakes or candy to the school.  Invitations to a birthday party should not be put in the childrens lockers, phonenumbers are a available with the teacers.    

Bæklingar fyrir foreldra / Brochures for parents

Leikskólataskan

bakpokarÍ Nóaborg notum við körfur fyrir aukaföt barnanna sem eru á hillum fyrir ofan hólfin. Í þeim þarf að vera nærföt, sokkar/sokkabuxur, buxur, bolur/peysa og gott að hafa tvo umganga af öllu. Ekki þarf að tæma körfuna á föstudögum en gott er að fara yfir körfuna einu sinni í viku. Þegar barnið kemur á mánudögum þarf að hengja pollaföt og útigalla á snagann og setja húfu, vettlinga og ullarsokka í hólfið.

Hlífðarföt: Á veturna þarf að vera kuldagalli, hlý peysa, húfa, ullarsokkar og tvö pör af vettlingum.
Á sumrin er gott að vera með derhúfu eða buff.
Pollagalli og stígvél þurfa að vera með allt árið.

Lyfjagjöf / Medicine

Starfsfólk leikskólans gefur ekki lyf nema í algjörum undantekningartilfellum. 

Teachers can not give the children medicine except in exceptional circumstances.

Opnunartími / Opening hours

Leikskólinn opnar kl. 7:45 og lokar kl.17:00. Foreldrar eru beðnir um að virða umsaminn vistunartíma. Skipulags- og námskeiðsdagar eru 5 á ári og er leikskólinn lokaður þá daga. Heimilt er að skipta einum degi í tvennt og loka í hálfan dag.  Lokanir eru auglýstar með 4 vikna fyrirvara og koma einnig fram í starfsáætlun.

The school opens at 7.45 am and closes at 5 pm. 5 times a year we have staff day and on those days the school is closed, they are advertised 4 weeks in advance.

Slys á börnum

fyrsta_hjalp

Sumarfrí /Summer vacation

sunÖll börn þurfa að taka sumarfrí í fjórar samfelldar vikur og eru leikskólagjöld því greidd í 11 mánuði, júlí mánuður er gjaldfrjáls.  Taki foreldrar auka leyfi utan sumarleyfistíma, sem er frá maí - september, hefur það ekki áhrif á sumarleyfismánuðinn.
Á vef Leikskólasviðs Reykjavíkur eru almennar upplýsingar um sumarfrí barna.

 

All children must take a summer holiday for four consecutive weeks. Tuition is paid for 11 months, nothing is paid for the month of July. 

Veikindi barna / When a child is sick

sicksmileyface2Innivera vegna veikinda barna á útivistartíma er leyfð í 1-2 daga eftir veikindi ef þörf þykir. 
Foreldrar skulu tilkynna veikindi og önnur forföll.

Innivera er ekki leyfð sem fyrirbyggjandi vegna mögulegra veikinda, það er ekkert sem bendir til þess að börn sýkist frekar í útilofti en innandyra.  Barni er leyft að vera inni í einn til tvo daga eftir veikindi og hefur verið heima a.m.k. einn sólarhring hitalaust.  Foreldrar skulu meta það hverju sinni hvort barnið er tilbúið að takast á við ,,vinnudag" í skólanum. 
Starfsfólk leikskólans gefur ekki lyf nema í algjörum undantekningartilfellum.

 

Children can stay inside for 1-2 days after being sick at home if necessary. Parents should let the school know if the child is sick or is staying home for any other reason.

Vistunartími barna

clockÞegar barn byrjar í leikskólanum er gerður vistunarsamningur og vistunartími ákveðinn.  Barnið getur dvalið í leikskólanum dag hvern, samkvæmt þeim tíma sem getið er í vistunarsamningi. Nauðsyn­legt er að vistunartíminn sé virtur því vinnu­tími starfs­manna er miðaður út frá honum.

Komi í ljós að breyta þurfi vistunar­tíma þurfa foreldrar að sækja um breytingu á  www.rafræn reykjavik.is. Breytingar á vistunar­tíma miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
Upp­sögn á leik­skóla­plássi þarf að gera skrif­lega hjá leikskólastjóra með eins mánaða fyrir­vara.

An agreement for attendance is made between the preschool and parents when the child starts the preschool. A mutual termination notice of an attendance agreement is one month minimum, normally on the 1st and 15th day of every month. Any change of an attendance agreement is made at www.rafraen.reykjavik.is