Verðlaun og viðurkenningar

Hvatningarverðlaun Leikskólaráðs árið 2007 fyrir stærðfræðina í leikskólanum

Hvatningarverðlaun Leikskólaráðs árið 2008 fyrir „Skilaboðaskjóðuna“ - þróunarverkefni sem unnið var í samvinnu við leikskóla hverfisins og 2.bekk í Háteigsskóla

Hvatningarverðlaun Leikskólaráðs árið 2010 fyrir Alþjóðavikuna.

Viðurkenning á afmælishátíð Menntaáætlunar ESB 2010. Comeniusarverkefnið um lýðræði í skólastarfi var eitt af tíu verkefnum sem voru valin fyrirmyndarverkefni.

Fyrstu verðlaun í samkeppni Comeniusar-verkefna, samkeppni um kennsluefni sem verður til eftir vinnu í Comeniusarverkefnum. Samkeppnin var haldin í tilefni af Comeniusarviku í byrjun maí 2011. Verðlaunin fékk Nóaborg fyrir a) spurningalista fyrir börn og foreldra og b) hugmyndahefti (tool book) til kennslu um lýðræði.

Foreldrafélag Nóaborgar hlaut hvatningarverðlaun Heimilis og skóla vorið 2011.